spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Vodafone-höllinni:

Sagt eftir leik í Vodafone-höllinni:

23:44

{mosimage}
(Brynjar Karl Sigurðsson stýrðí sínum mönnum til sigurs í kvöld)

FSu jöfnuðu metin gegn Val í kvöld um laust sæti í Iceland Express-deildinni. Karfan.is tók þjálfara liðanna tali eftir leik.

Brynjar Karl:
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari FSu, var virkilega ánægður með leik sinna manna í kvöld en hann sagðist hreinlega taka tapið í seinasta leik á sig. ,,Ég veit ekki hvað ég var pæla.”

Hann sagði liðið hafa breytt miklu fyrir þennan leik og það hafi munað. Brynjar var mjög ánægður með stemminguna í húsinu og hann var ekki hissa á góðri mætingu. ,,Það er auðvitað miklu meira í húfi heldur en 1. og 8. sætið í úrvalsdeild. Líf manna er að fara að breytast eftir því hvernig þessir leikir fara.” Hann var þó ekki farinn að hugsa lengra en næsta leik. ,,Maður þarf að vera þvílíkt auðmjúkur í þessu, ég var aðeins of góður með mig fyrir seinasta leik og það kenndi manni lexíu.”

{mosimage}
(Rob Hodgson og Sævaldur Bjarnason í Vodafone-höllinni í kvöld)

Sævaldur Bjarnason og Rob Hodgson:

Sævaldur Bjarnason þjálfari Vals var að vonum ekki ánægður með spilamennsku sinna manna i kvöld en sagði að FSu hefðu einfaldlega spilað sinn leik annað en þeir hefðu gert. Sóknarleikur Valsmanna var ekki uppá sitt besta í kvöld og Rob sagði FSu hafa mætt ákveðnari til leiks.

,,Þeir spiluðu mun ákveðnari og mættu okkur sterkt.” ,,Við náðum aldrei að skipuleggja okkur í sóknarleiknum og það er erfitt. Við vorum mjög vel skipulagðir í seinasta leik og það sást að við framkvæmdum ekki jafn vel í dag eins og þá”.  Rob var ekki lengi að svara því hvað þyrfti að breytast til að sigur næðist í næsta leik. ,,Við verðum að framkvæma í sókninni, við verðum að mæta þeim betur og loka á skytturnar þeirra, en þeir skutu mjög vel í kvöld. Þegar FSu fær að skjóta svona fyrir utan eru þeir virkilega gott lið en ef við stoppum það þá getum við unnið þá. Þeir skutu um 50-60% fyrir utan í dag á móti 34% í seinasta leik.”

Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -