09:00
{mosimage}
(Ingibjörg Elva sendir boltann inn á blokkina í fyrsta leik liðanna)
Annar leikur deildarmeistara Keflavíkur og nýliða KR í úrslitum Iceland Express deildar kvenna fer fram í kvöld kl. 19:15 í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Keflavík leiðir einvígið 1-0 eftir nauman 82-81 sigur í Toyotahöllinni um helgina.
Fyrsti leikur liðanna sveik engan körfuknattleiksunnanda þar sem sigurinn gat dottið báðum megin en Keflvíkingar hafa ekki tapað á heimavelli í ár. TaKesha Watson var valin besti maður leiksins en Hildur Sigurðardóttir og Candace Futrell hjá KR áttu líka skínandi góðan dag.
KR-Keflavík
Leikur 2 kl. 19:15
DHL-Höllin í Vesturbænum



