spot_img
HomeFréttirNash: Finnst að Amaré eigi skilið að vera valinn MVP

Nash: Finnst að Amaré eigi skilið að vera valinn MVP

18:30

{mosimage}
(Amaré Stoudamire er án efa sammála liðsfélaga sínum)

Steve Nash leikmaður Phoenix Suns telur að liðsfélagi sinn Amaré Stoudemire eigi skilið að vera valinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar(MVP). Leikmenn eins og LeBron James, Kobe Bryant og Chris Paul hafa verið nefndir til sögunnar en nafn Stoudamire hefur sjaldan verið í þeirri umræðu. Nash viðurkenndi þó að valið fari eftir eftir gengi liða en hann var mjög ánægður með framlag félaga síns í vetur.

Nash sagði að ef lið hans endi á toppnum þá eigi Amaré skilið að vera valinn. ,,Þetta fer allt eftir því hvernig deildin endar. Ef við endum á toppnum þá finnst mér að Amaré eigi það skilið. En ef deildin endar eins og hún er í dag þá tel ég að Chris Paul verði valinn en hann hefur verið frábær í vetur og liðið hans er á toppnum,” sagði þessi knái bakvörður sem hefur tvisvar sinnum verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA(MVP).

{mosimage}
(Steve Nash hefur tvisvar verið valinn MVP)

[email protected]

Myndir: AP

Fréttir
- Auglýsing -