spot_img
HomeFréttirFrá Íslandi í WNBA

Frá Íslandi í WNBA

14:19
{mosimage}

(Monique Martin) 

Tveir leikmenn sem gerðu garðinn frægan í Iceland Express-deild kvenna eiga nú góða möguleika á að komast inn í hina rómuðu WNBA-deild í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á www.visir.is  

Þetta eru þær Monique Martin og Tamara Bowie sem eru undir smásjánni hjá Minnesota Lynx. Martin lék með KR í vetur og setti meðal annars stigamet með því að skora 65 stig gegn Keflavík. Bowie hefur verið í Ísrael í vetur en lék með Grindavík í fyrra. 

Minnesota Lynx-liðið var með slakasta árangurinn í deildinni í fyrra og vann aðeins 10 af 34 leikjum en félagið hefur verið að sanka að sér ungum leikmönnum og ætlar sér að byggja upp nýtt lið.  Martin tók sér mánaðarfrí og hætti að spila með KR þar sem hún ætlaði að vera búin að ná sér að fullu af meiðslunum þegar æfingar WNBA-liðanna hæfust. Martin var með 36,6 stig, 13,4 fráköst og 4,0 stolna bolta að meðaltali með KR í vetur.  

Tamara Bowie stakk af úr Grindavík í miðri úrslitakeppni í fyrra og það þýddi að hún fékk ekki keppnisleyfi á ný fyrr en um síðustu áramót. Bowie var með 30,5 stig, 14,8 fráköst og 3,6 varin skot með Grindavík tímabilið 2006-07.

 

www.visir.is

 Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -