11:30
{mosimage}
(Iverson og félagar töpuðu mikilvægum leik á heimavelli)
Sex leikir voru á dagskrá í NBA í nótt. Boston vann Charlotte 78-101 og komst um leið í metabækurnar og Denver tapaði fyrir Sacramento með þremur stigum. 115-118.
Sigur Boston á Charlotte í nótt var merkilegur fyrir margar sakir. Með sigrinum tryggði Boston sér heimavallarréttin út úrslitakeppnina. Viðsnúningur Boston á tímabilinu er sá mesti milli ára frá upphafi. Í fyrra vann liðið aðeins 24 leiki og hefur í vetur unnið 37 fleiri leiki heldur en þeir gerðu í fyrra. Er þetta besta bæting milli timabila frá upphafi en fyrra metið átti San Antonio sem bætti sig um 36 sigra tímabilið 1997-98 en það ár fékk liðið Tim Duncan. Einnig lék liðið án þriggja bestu leikmanna en þeir Paul Pierce, Kevin Garnett og Ray Allen en Doc Rivers þjálfari Boston var að hvíla þá. Þrátt fyrir fjarveru þeirra þriggja vann liðið stór sigur. Leon Powe var stigahæstur Boston manna og Emeka Okafor skoraði 17 fyrir heimamenn í Charlotte.
Denver tapaði mikilvægum leik á heimavelli fyrir Sacramento og er nú í áttunda og síðasta sætinu í vestrinu ásamt Golden State en bæði lið eru með sama vinningshlutfall 46 sigra og 30 töp. Sacramento lék án þeirra Brad Millers og Ron Artest en þrátt fyrir það. Kevin Martin skoraði 36 stig fyrir gestina Carmelo Anthony setti 47 stig. Eftir leik sagði Allen Iverson að það væri óviðunandi að tapa svona mikilvægum leik á heimavelli og hvað þá þegar andstæðingana vantaði sína bestu menn.
Baráttan um sjöunda og áttunda sætið í vestrinu heldur áfram en Dallas, Denver og Golden State eru öll að berjast um sæti í úrslitakeppninni.
Önnur úrslit:
Cleveland-Orlando 86-101
Philadelphia-Atlanta 85-92
New Jersey-Toronto 99-90
Chicago-Washington 87-99
Mynd: AP



