spot_img
HomeFréttirEinvígi Grindavíkur og Snæfells hefst í kvöld

Einvígi Grindavíkur og Snæfells hefst í kvöld

12:13

{mosimage}

Fyrsti leikur Grindavíkur og bikarmeistara Snæfells hefst í kvöld í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 20:00 í Röstinni í Grindavík og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.

 

Grindavík sló út Skallagrím 2-1 á leið sinni í undanúrslit en Snæfell sendi Njarðvíkinga í sumafrí með 2-0 sigri. Grindavík lauk keppni í 3. sæti deildarinnar en Snæfell var í 5. sæti svo Grindvíkingar hafa heimaleikjaréttinn í rimmunni. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslit og mætir annaðhvort ÍR eða Keflavík.

[email protected]

Mynd: Svanur Steinarsson

Fréttir
- Auglýsing -