spot_img
HomeFréttirNCAA: Memphis og Kansas í úrslit

NCAA: Memphis og Kansas í úrslit

13:30

{mosimage}

Chris Douglas-Roberts (Memphis) var með 28 stig á móti UCLA

Hið ágæta lið Memphis sem hefur unnið 38 leiki í vetur og aðeins tapað einum, sigraði UCLA með 78 stigum gegn 63. UCLA lék ágætlega í fyrri hálfleik en Memphis sýndi sinn styrk í þeim seinni og kláraði leikinn, 78-63.

Nýliðinn og leikstjórnandi Memphis (Rose) var með kóngaleik og setti niður 25 stig og var með 9 fráköst. Hann sýndi mikið öryggi á vítalínunni og setti niður 10 af 11. Tvisturinn (C.D.- Roberts) átti einnig góðan dag og var með 28  stig. Hann var m.a. með eina skrímslatroðslu á lokamínútunum. Joe Dorsey sem endaði keppnina í fyrra á leiðinlegum nótum var með núll stig, en bætti það upp m.a. með 15 mikilvægum fráköstum og góðri vörn á tröllið Love.

Hið ágæta lið Kansas var heppið að komast í undanúrslitin (þeir unnu Davidson með 2 stigum). Þrátt fyrir hikstið í 8 liða úrslitunum þá var þjálfari Kansas nokkuð sigurviss á móti North Carolina. Fyrir leikinn lagði hann áherslu á það við sýna leikmenn að þeir ættu fyrst og fremst að hafa gaman af þessu og þá myndi sigurinn verða þeirra.

Vörn Kansas lék sér að einu besta sóknarliðinu í NCAA og komst í 40-12. Á þeim tíma var sóknarleikur North Carolina varla til. Karolínumenn náðu síðan að vinna sig inn í leikinn og minnkuðu muninn í fimm stig, en Kansas stóðst álagið og sigraði 84-66.

Úrslitaleikurinn verður á mánudagskvöldið.

{mosimage}

Leikmaður Kansas Brandon Rush (25) sýnir hér styrk sinn. Hann var með 25 stig á móti UNC.

Myndir teknar af vef CNN.

Fréttir
- Auglýsing -