09:57
{mosimage}
(Dimitar)
Bakvörðurinn Dimitar Karadzovski mun ekki leika með Stjörnunni á næstu leiktíð en Garðabæjarliðið hefur sagt upp samningi sínum við leikmanninn. Þetta kom fyrst fram á heimasíðu Stjörnunnar og á Sport.is
Ástæða uppsagnarinnar er sögð vera alvarlegur trúnaðarbrestur af hálfu leikmannsins. Karfan.is setti sig í samband við Braga Hinrik Magnússon þjálfara Stjörnunnar sem vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Dimitar kom til Stjörnunnar fyrir þessa leiktíð frá Skallagrím í Borgarnesi og gerði hann 21,1 stig að meðaltali í 22 leikjum.



