spot_img
HomeFréttirKvenna NCAA: Tennessee vann annað árið í röð

Kvenna NCAA: Tennessee vann annað árið í röð

8:00

{mosimage}

Hin hávaxna og góða Candace Parker fagnar sigri með brosi

Kvennalið Stanford og Tennessee léku til úrslita í NCAA. Bæði liðin hafa leikið vel í vetur. Flestir körfufræðingar spáðu Stanford sigri og að leikurinn yrði einvígi á milli Candice Wiggins (Stanford) og Candace Parker (Tennessee). Sú fyrri hafði leikið mjög vel í úrslitakeppninni og m.a. átt tvo 40 stiga leiki, sú síðari hefur verið yfirburðaleikmaður í kvenna NCAA síðustu árin.

 

Fræðingarnir höfðu ekki rétt fyrir sér. Tennessee vann nokkuð auðveldlega 64-48, í leik þar sem aðrir leikmenn en Candice og Candace báru keflið. Sigur Tennessee byggðist á hörku varnarleik, Stanford tapaði ótal boltum og náði aldrei að komast í sinn sóknargír. Tennessee vann sinn annan titil í röð og áttunda frá upphafi úrslitakeppni NCAA. Liðið er þjálfað af hörkuþjálfaranum Pat Summitt.

Umgjörð leiksins var frábær. Uppselt var á leikinn og yfir 20 þús. manns á vellinum. Gaman var að sjá að kvennfólk var í aðalhlutverki í kringum þennan leik. Báðir þjálfarar voru konur og flestir aðstoðarþjálfarar, 2 af 3 dómurum voru konur, meirihluti af þeim sem voru að lýsa leiknum og voru með innslög voru konur og svo framvegis.

{mosimage}

Hér er naglinn Summitt að ræða málin við C. Parker í leik á móti Rutgers 3. Apríl

Fyrri mynd tekin af vef CNN, seinni er tekin af AP Photo

Fréttir
- Auglýsing -