15:00
{mosimage}
(KR vann í fyrra, hverjir verða það í ár?)
Njarðvíkingar voru fyrsta Suðurnesjaliðið til þess að verða Íslandsmeistari leiktíðina 1980-1981. Síðan þá hafa aldrei liðið tvö tímabil án þess að Suðurnesjalið verði Íslandsmeistari. Miðað við stöðu Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar bendir allt til þess að kaflaskil séu að verða í íslenskum körfuknattleik. Tangarhald Keflavíkur og Njarðvíkur á úrvalsdeildinni síðan 1981 er óumdeilt en er að losna á takinu?
KR varð Íslandsmeistari í fyrra eftir frækinn 3-1 sigur á Njarðvík í úrslitum. Nú er staðan 2-0 fyrir ÍR gegn Keflavík og Snæfell leiðir einvígið 1-0 gegn Grindavík og liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld.
Snæfell er eina liðið í undanúrslitum sem ekki hefur orðið Íslandsmeistari. ÍR er sigursælasta körfuboltalið landsins með 15 Íslandsmeistaratitla en sá síðasti kom í hús árið 1977. Keflvíkingar hafa alls átta sinnum orðið Íslandsmeistarar og Grindvíkingar einu sinni árið 1996.
Nú þegar Suðurnesjaliðin eru komin í vandræði í undanúrslitum er ekki úr vegi að margir spyrji hvort liðin frá Reykjaensskaga sem hafa haft yfirburði síðustu ár séu að gefa eftir?
Hér að neðan gefur að líta Íslandsmeistara í úrvalsdeild frá leiktíðinni 1980-1981:
1980-1981: Njarðvík
1981-1982: Njarðvík
1982-1983: Valur
1983-1984: Njarðvík
1984-1985: Njarðvík
1985-1986: Njarðvík
1986-1987: Njarðvík
1987-1988: Haukar
1988-1989: Keflavík
1989-1990: KR
1990-1991: Njarðvík
1991-1992: Keflavík
1992-1993: Keflavík
1993-1994: Njarðvík
1994-1995: Njarðvík
1995-1996: Grindavík
1996-1997: Keflavík
1997-1998: Njarðvík
1998-1999: Keflavík
1999-2000: KR
2000-2001: Njarðvík
2001-2002: Njarðvík
2002-2003: Keflavík
2003-2004: Keflavík
2004-2005: Keflavík
2005-2006: Njarðvík
2006-2007: KR
Þó útlitið sé dökkt um þessar stundir hjá bæði Keflavík og Grindavík er fráleitt að afskrifa þessi lið enda hafa þau marga fjöruna sopið í boltanum. Hitt skal þó sagt að um þessar mundir líta Snæfell og ÍR ansi vel út og má gera ráð fyrir mögnuðum endaspretti á deildinni.



