spot_img
HomeFréttirÚrslit í MB 11 ? fimm áþekk lið berjast um gullið

Úrslit í MB 11 ? fimm áþekk lið berjast um gullið

14:00

{mosimage}

ÍBV er með gott minniboltalið. Hér stöðvar ágætur Stjörnustrákur peyjann með smá handboltavörn – myndin er tekin í annarri umferðinni.

Um helgina verða úrslit í minnibolta drengja 11 ára og yngri. Mótið verður í DHL-höllinni í Vesturbænum og munu fimm lið mæta til leiks (ÍBV, UMFG, KR, Haukar og Stjarnan).

 

 

Í vetur var leikið í fimm riðlum og mættu 24 lið til leiks. Keppnin í a-riðli hefur verið jöfn í vetur og hafa liðin skiptst á að vinna hvert annað og að gera jafntefli. Hér á eftir má sjá hvernig liðunum hefur gengið í vetur:

KR er með 9 sigra, 2 jafntefli og einn ósigur

Grindavík er 8 sigra, 2 jafntefli og 2 ósigra

ÍBV er með 5 sigra og 3 töp

Stjarnan er með 4 sigra og 8 töp

Haukar eru með 2 sigra og 6 töp

Fjölnir og Þór (Þorlákshöfn) léku eina umferð í a-riðli án þess að landa sigri 

Haukar eru núverandi Íslandsmeistarar í þessum árgangi. Sá sem þetta ritar telur að öll liðin sem leika í úrslitunum eigi góða möguleika á því að landa titli á sunnudaginn. Niðurröðun mótsins:

Lau. 12.apr.2008 13.00 DHL-Höllin Grindavík – Haukar    
Lau. 12.apr.2008 14.00 DHL-Höllin KR – Stjarnan    
Lau. 12.apr.2008 15.00 DHL-Höllin ÍBV – Haukar    
Lau. 12.apr.2008 16.00 DHL-Höllin Grindavík – Stjarnan    
Lau. 12.apr.2008 17.00 DHL-Höllin KR – ÍBV    
 
Sun. 13.apr.2008 9.00 DHL-Höllin Stjarnan – Haukar    
Sun. 13.apr.2008 10.00 DHL-Höllin Grindavík – ÍBV    
Sun. 13.apr.2008 11.00 DHL-Höllin KR – Haukar    
Sun. 13.apr.2008 12.00 DHL-Höllin ÍBV – Stjarnan    
Sun. 13.apr.2008 13.00 DHL-Höllin KR – Grindavík    

Mynd tekin af heimasíðu ÍBV

Fréttir
- Auglýsing -