10:07
{mosimage}
(Þriggja-stiga skyttan Nowitzki
skaut liði sínu í úrslitakeppnina)
Denver vann án efa mikilvægasta sigur sinn á tímabilinu í nótt þegar liðið lagði Golden State að velli 105-114 í ORACLE Arena heimavelli Golden State í Oakland. Eftir sigurinn er Denver í bílstjórasætinu í keppni um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni, með 47 sigra eftir 79 leiki en Golden State er með 46 sigra eftir 79 leiki. Bæði lið eiga þrjá leiki eftir og innbyrðisviðureignin er í höndum Denver sem þýðir að þeir þurfa að vinna tvo af síðustu þremur til að komast í úrslitakeppnina. Golden State þarf væntanlega að vinna alla leiki sína og treysta á að Denver misstígi sig tvisvar.
Stigahæstur hjá Denver var hinn magnaði Allen Iverson með 33 stig og hjá Golden State skoraði Monta Ellis 29 stig.
Dallas tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með þriggja-stiga sigri á Utah í nótt. Þjóðverjinn snjalli Dirk Nowitzki skoraði sigurkörfuna og skildi eftir 0.9 sekúndur eftir á klukkunni. Utah náði ekki að svara og Dallas vann 97-94. Sigurinn sem var nr. 50 á tímabilinu hjá Dallas tryggði sér sæti í úrslitakeppninni. Mehmet Okur skoraði 19 fyrir Utah og hjá Dallas var hetjan Dirk stigahæstur með 32 stig.
L.A. Lakers unnu nágranna sína í L.A. Clippers auðveldlega 78-106. Lakers var yfir mest allan tímann og keyrði muninn upp í lokaleikhlutanum og auðveldur sigur í hús. Leikurinn sem var heimaleikur Clippers fór fram fyrir fullu húsi. Var þetta í sjöunda sinn í vetur sem var uppselt en gengi Clippers í vetur hefur verið slakt. Luke Walton var stigahæstur með 18 stig fyrir Lakers og Elton Brand sem var að leika sinn fimmta leik í vetur eftir erfið meiðsli var stigahæstur hjá Clippers með 23 stig.
Mynd: AP



