20:00
{mosimage}
Allt í húfi fyrir Grindavík í þessum þriðja leik liðanna þar sem Snæfell leiðir 2-0 og urðu þeir að sigra til að einfaldlega þurfa ekki að fara í sumafrí snemma. Snæfellingar voru með góða stöðu og ef til vill háði það liðinu sem átti erftitt með góða Grindvíkinga í dag og höfðu heimamenn í Grindavík sigur 90-71 og staðan því 2-1 fyrir Snæfell og mætast liðin aftur í Hólminum á mánudaginn 14. apríl í 4. leiknum þar sem Snæfell getur tryggt sér sæti í úrslitum eða Grindavik jafnað einvígið og fengið oddaleikinn.
Leikurinn byrjaði ekki af eins miklu kappi og síðasti leikur og voru fyrstu stig leiksins sett eftir tæpar 2 mín. Nokkur kuldi var í leikmönnum og varkárni höfð að leiðarljósi. Grindvíkingar fengu meira ráðið við hraðann eftir að hafa byrjað hægar og komust í 14-4 eftir 5 mín leik. Snæfellingar virtust vera að hressast og sóttu á þegar Igor snéri ökklann og fór út af þegar um 3 mín lifðu leikhlutans og kom ekki meira við sögu. Jón Ólafur fékk á sig villu og óíþróttamannslega villu í kjölfarið og setti Darboe öll 4 vítin niður. Mikil harka fylgdi 1. hluta og var Darboe að stjórna sínum önnum vel með 9 stig. Staðan 22-10 fyrir heimamenn í Grindavík eftir 1. fjórðung.
{mosimage}
Snæfellingar áttu erftitt sóknarlega og Grindvíkingar voru ruglingslegir í vörn fyrst en náðu að slípa sig saman. Munurinn var yfirleitt um 10 stig Grindavík í vil yfir hlutann og átti Snæfell ágætis vörn á köflum en voru ekki alveg í sínu fínasta pússi. Mikil harka var á milli Jamal Williams og Hlyns Bæringssonar í teignum og fast spilað. Adam Darboe fékk sína 3. villu þegar 2 mín voru eftir í leikhlé sem var slæmt vegna góðrar frammistöðu hans. Þegar 1:30 voru eftir urðu mikil læti eftir barning Hlyns og Willimas undir körfunni sem endaði með láréttum glímutökum og eftir að hafa haft hálstak á Hlyn í gólfinu með mjög óíþróttamannslegum leik hjá Williams sem uppskar tæknivillu og einnig bekkurinn hjá Grindavík. Williams var þarna kominn með 4 villur og erfitt fyrir mann í hans stöðu að ná að beita sér. Staðan var 40-31 og allt í járnum ennþá en mikill hiti í leiknum. Þorleifur var að koma sterkur og setti 13 stig, Darboe með 9 stig, Willimas með 8 stig og 5 frák. Hlynur 8 stig, 10 frák og Justin, 8 stig og 5 stoð fyrir Snæfell.
Grindvíkingar spiluðu fasta vörn og uppskáru slatta af villum en voru að halda forystunni með stífri vörn. Snæfellingar voru að puðast við að elta og má segja að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað því liðin voru rétt að skríða yfir 50 stigin seinni hluta 3. fjórðungs. Helgi Jónas setti niður nokkrar stórar og hélt sínum mönnum við efnið en annars var hittni beggja liða slök en þær stóru voru að falla Grindavíkurmegin frá Helga og Þorleifi
og þeir leiddu eftir 3. leikhluta 63-48.
{mosimage}
Williams fékk 5. villuna á fyrstu mínútu 4. hluta og Þorleifur var ekki hættur eftir fantatroðslu til að gefa áhorfendum eitthvað stuð. Páll Kristins kveikti einnig í áhorfendum með troðslu og var ferlega mikilvægur Grindvíkingum eftir að Williams fór útaf og voru Snæfellingar alveg bakaðir á kafla og Grindavik komst í 70-50 þegar 4 mín voru búnar af 4. hluta. Grindvíkingar héldu bara áfram að setja niður stóru körfurnar frá Helga og Þorleifi og ætluðu ekki snemma í sumarfrí. Baslið var algjört Snæfellsmegin og voru klaufalegir í aðgerðum sínum sóknarlega og réðu ekki við hraðann leik heimamanna. Menn voru nú helst bara farnir að bíða eftir að klára leikinn og komast í næsta leik. Lokastaðan 90-71 og Grindavík tryggði sér með góðum karaker í dag allavega einn leik til viðbótar.
Þeir sem tóku leikinn í sínar hendur hjá Grindavík voru Þorleifur 20 stig og var gríðalega einbeittur á betri frammistöðu en síðast, Helgi Jónas var heitur með 14 stig og setti 4 þrista á mikilvægustu augnablikum og slökkti á Snæfellingum og Páll Kristins 11 stig. Willimas var með 14 stig, 6 frák. og var seigur framan af en átti slakann seinni hlutann. Darboe 13 stig og Páll Axel 12 stig hafa séð fífil sinn fegurri en voru með sín hvor 7 fráköstin.
Hjá Snæfell hafa menn séð bjartari daga og kannski erfitt að ná sér niður i stöðunni 2-0. Justin var með 16 stig. Hlynur 10 stig og 13 fráköst og voru skástir af annars slakri heild.
{mosimage}
Símon B. Hjaltalín.
Myndir: [email protected]



