14:17
{mosimage}
(Baráttan verður í algleymingi)
Fjórði leikur Keflavíkur og ÍR í undanúrslitum Iceland Express deildar karla fer fram kl. 17:00 í Hellinum í Breiðholti í dag. Staðan í einvíginu er 2-1 ÍR í vil en Keflvíkingar náðu að klóra í bakkanna á föstudag með stórsigri. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun bjóða upp á fríar sætaferðir frá Toyotahöllinni fyrir sína stuðningsmenn og fer rútan kl. 15:15. Þá verður leikurinn einnig í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
Fjölmenni var á þriðja leik liðanna á föstudag í Keflavík og er von á smekkfullum Helli í dag svo það er um að gera að mæta í tæka tíð og tryggja sér sæti í húsinu.
Leikur 1
Keflavík 87-92 ÍR
Leikur 2
ÍR 94-77 Keflavík
Leikur 3
Keflavík 106-73 ÍR
Leikur 4
???
Mynd: [email protected]



