07:00
{mosimage}
(Hlynur hnykklar bíseppinn fyrir ,,Pallana" í Grindavíkurliðinu)
Snæfell og Grindavík mætast í sínum fjórða undanúrslitaleik í Iceland Express deild karla kl. 20:00 í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í kvöld. Staðan er 2-1 í einvíginu en Grindvíkingar minnkuðu muninn á laugardag er þeir skelltu bikarmeisturum Snæfells í Röstinni. Takist Snæfell að vinna í kvöld eru þeir komnir í úrslit að öðrum kosti verður oddaleikur í Grindavík á miðvikudagskvöld.
Snæfell vann fyrstu tvo leikina en Grindavík minnkaði muninn í þriðja leiknum og þar með batt Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur enda á tíu leikja taphrinu sína gegn Snæfellingum.
Töluverður hiti var í þriðja leik liðanna þar sem þeir Jamaal Williams og Hlynur Bæringsson kútveltust um á gólfinu í fangbrögðum og oftar en ekki mátti minnstu muna að upp úr syði millum leikmanna. Það er því von á töluverðum hita í leik kvöldsins og ætti enginn að láta sig vanta í Fjárhúsið.



