spot_img
HomeFréttirSnæfell með stórstjörnu endurkomu og komnir í úrslit (Umfjöllun)

Snæfell með stórstjörnu endurkomu og komnir í úrslit (Umfjöllun)

01:19
{mosimage}

(Menn nánast jörmuðu af fögnuði í Fjárhúsinu) 

Stórleikur um hvort Snæfell færi áfram í úrslitarimmuna eða Grindavík næði fram oddleik fór fram í kvöld og allt á suðupunkti. Kærumál voru send inn eftir síðasta leik þar sem vægt þótti tekið á hálstaki og árásar Jamal Williams á Hlyn Bæringssyni. Mikil spenna í loftinu og úrslitakeppnin í Iceland Expressdeils karla aldrei verið betri. Þeir mætu menn Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson dæmdu.  

Justin opnaði leikinn og Snæfellingar settu í stífa vörn og ætluðu ekki láta hanka sig aftur á lélegri varnarvinnu. Þeir leiddu í upphafi 11-4 en misstu klaufalega boltann nokkrum sinnum og Grindvíkingar komust í 13-14 með áhlaupum. Liðin skiptust á að skora til jafns og voru menn almennt sprækir í báðum liðum og átti hinn magnaði Magni Hafsteinsson flautukörfu í lok 1. hluta sem gaf Snæfellingum forskotið í stöðunni 29-28. Páll Axel var að fara fyrir sínum mönnum helst en flestir voru að gera eitthvað. Hjá Snæfelli var frákastakóngurinn Hlynur harður og Justin var Grindvíkingum erfiður í sókninni. 

Snæfellingar voru að láta stela af sér boltanum og voru Grindvikingar að slípa sig saman í vörninni en voru ekkert að stinga af. Leikurinn var ekki eins gróflega spilaður og síðast en mun agaðri hjá báðum liðum. Þorleifur og Helgi voru að taka sig til og setja mikilvæg stig og voru komnir í 10 stiga forskot 38-48 þegar 5 mín voru í leikhlé. Þorleifur fékk svo óíþróttamannslega villu eftir að hafa stokkið í Hlyn í layupi á þeim tíma. Það var eins og Snæfellingar hefðu misst algjörlega af varnarlestinni og var sóknarleikurinn oft köflóttur og mistækur. Á meðan settu Darboe, Helgi og félagar í Grindavík niður stórar körfur. Snæfellingar vildu ekki leyfa of stóran mun og setti Árni Ásgeirs niður flautþrist í lokin en heimamenn í Snæfelli voru undir 49-62 og þurftu að koma vel til baka eftir leikhlé. Siggi Þorvalds var að fara fyrir sínum mönnum með 18 stig og Justin var sprækur með 13 og 2 stoð. Hlynur hafði tekið 6 fráköst. Hjá Grindavík var framlag fleirri manna munurinn þar sem Darboe var með 15 stig og 8 stoð, Páll Axel setti 13, Williams 12 og Helgi Jónas 10. 

{mosimage}

Eftir 3 mín leik sló létt í brýnu milli Williams og Hlyns en þráðurinn eflaust stuttur á milli þeirra vegna fyrri átaka. En Snæfellingar voru aðeins að saxa á og fékk Páll Kristins sem hafði leikið ágætlega sína 4 villu. Svo þegar Anders Katholm fór að setja þrist en Darboe setti á móti svo setti Þorleifur einn og Helgi Jónas einnig. Menn voru að hittna í skapinu og leikurinn að harðna. Þegar menn voru að búa sig undir loka átökin var staðan 70-86 fyrir Grindavík og Snæfellingar og kærulausir í vörninni að leyfa þeim að skjóta svona opnum yfir sig. 

Grindvíkingar fengu að taka stóru skotin áfram og var Darboe á fleygiferð fyrir sína menn en Subasic kom inn á fyrir Snæfell af krafti og setti 2 þrista í von um að kveikja í sínum mönnum. Justin fékk sína 4 villu eftir 4 mín leik og mátti vara sig. Subasic var að koma af gífurlegri áræðni af bekknum og ekki tilbúinn að fara í oddleik og fékk Páll Kristins út af með 5 villuna þegar 5 mín voru eftir og Snæfell að byrja að saxa á. Katholm var rutt niður af Willams sem uppskar 4 villuna og Snæfellingar voru heldur betur að koma til baka með rosalegum karakter. Siggi Þorvalds sem átti svakalegustu lokamínútur og sagði hreinlega stopp fór að setja þristana kom Snæfelli yfir 103-102 og vörnin var að smella. Staðan var 106-106 þegar 40 sek voru eftir og sóknarleikur Grindvíkinga dó út þegar 6 sek vori eftir og Snæfell með boltann, þvílík spenna þegar Subasic missir boltann og Grindavík á sóknina þegar 2 sek eru eftir þeir koma honum á Williams og boltinn skoppar af og framlenging staðreynd. 

Rosalegt skor í svona leik þar sem maður hafði haldið að varnarleikurinn yrði í hávegum hafður. Menn voru í banastuði og þið sem ekki voruð á þessum leik hefðuð ekki trúað annari eins rífandi stemmingu í húsinu. Liðin skoruðu sitt á hvað og þegar 1 min var eftir var staðan 114-114 og svo setti Justin eina góða þegar 11 sek lifðu leiks 116-114 en Þorleifur hitti ekki síðasta skotinu eftir leikhlé sinna manna þar sem lagt var á ráðin með lokaskotið sem Páll Axel átti væntalega að taka en var í gjörgæslu og Snæfellingar á alveg ótrúlega magnaðan hátt komust í úrslitaeinvígið og sluppu við oddaleik i Grindavík sem eru dottnir út í einum ótrúlegastsa leik tímabilsins og vægt til orða tekið svakalegustu lokamínútur úrslitakeppninar í langan tíma. 

{mosimage}

Hjá Grindavík voru margir góðir og óskiljanlegt hvernig þeir hleyptu Snæfellingum inn í leikinn á síðustu 5 mín 4. leikhluta með leikinn algjörlega í hendi sér. Darboe setti 32 stig, 13 stoð og 7 frák og var þeirra besti maður sem Snæfellingar réðu varla við. Williams var að setja margar góðar í teignum  og setti 27 stig. Páll Axel var heitur með 18 stig og reif upp vörn Snæfell oft ásamt Helga sem setti 15 stig.  

Sigurður Þorvaldsson átti stórleik og mestann þátt í endurkomu Snæfells. Hann setti 5 af 6 þristum niður skoraði alls 39 stig og tók 7 fráköst. Slobodan Subasic átti einnig stórann þátt í endurkomunni og var með 100% nýtingu 2 stiga körfum 80% í 3 stiga og 100% í vítum og skoraði 23 stig og setti 4 af 5 þristum á hárréttum augnablikum. Justin var sprækur allann leikinn og stjórnaði sínum mönnum vel og var með 21 stig, 14 stoð og 7 frák. Ekki má gleyma Hlyni Bæringssyni sem var kóngurinn í teignum með 17 fráköst og setti 18 stig og 7 stoðs. Gríðalega sterkur karakter hjá þessum drengjum í lokin og þó framlag annara hafi verið minna verður því ekki gleymt að þeir lögðu sig einnig fram við að sýna að þetta er ekki búið fyrir en bjallan glymur sem er sannmæli eftir að hafa séð þennan leik. 

Tölfræði leiksins 

Texti: Símon B. Hjaltalín
Myndir: Jón Björn Ólafsson, [email protected]

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -