16:00
{mosimage}
(Eiríkur til varnar gegn Arnari Frey í oddaleiknum í gær)
Eiríkur Sverrir Önundarson sagði við Karfan.is eftir oddaleikinn í gærkvöldi að leikurinn hafi að öllum líkindum verið sá síðasti hjá honum. Eiríkur sem aldrei hefur orðið Íslandsmeistari en tvívegis bikarmeistari átti góðan leik gegn Keflavík en telur nú að körfuboltaskórnir fari á hilluna.
,,Þetta er nokkuð sterkt lið sem er að byggjast upp hjá okkur og mjög mikið af ungum strákum sem eru orðnir lykilmenn í þessu liði,” sagði Eiríkur sem er 34 ára gamall og hefur verið í forystuhlutverki hjá ÍR síðustu ár.
,,Árangurinn í ár í deildinni er bæting hjá okkur frá því í fyrra og því fer þetta inn í reynslubankann en það var afar svekkjandi að ná ekki að sýna sitt rétta andlit á heimavelli eftir að vera komnir með svona fínt forskot. Við komum til Keflavíkur til þess að vinna oddaleikinn en misstum þá aðeins frá okkur í lok fyrri hálfleiks en voru samt ansi nálægt því að komast aftur að þeim,” sagði Eiríkur sem gerði 14 stig í leiknum í gær.
,,Eins og staðan er núna er þetta bara hrikalega svekkjandi og allir í liðinu og í kringum liðið voru komnir með miklar væntingar og því leiðinlegt að ná ekki einu sinni fram spennandi oddaleik,” sagði Eiríkur en inntur eftir framhaldinu hjá honum sjálfum hafði kappinn þetta að segja:
,,Eins og staðan er núna vill maður helst spila aftur og leiðrétta þetta en það er mjög líklegt að þetta hafi verið síðasti leikurinn minn. Það þarf mikið að koma til ef svo er ekki,” sagði þessi magnaði bakvörður í samtali við Karfan.is



