17:00
{mosimage}
(Svalur!)
LeBron James lauk leiktíðinni með Cleveland Cavaliers í borgarlegum klæðum í nótt þegar Cleveland lá 84-74 gegn Detroit Pistons. James kláraði deildarkeppnina sem stigahæsti maður deildarinnar með 30,0 stig að meðaltali í leik, 7,9 fráköst og 7,2 stoðsendingar. Michael Jordan, Oscar Robertson og nú LeBron James eru einu leikmenn NBA sögunnar sem hafa klárað leiktíð með meðaltalið 30 stig, 7 stoðsendingar og 7 fráköst.
Stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar síðustu 10 ár
Leiktíð – Leikmaður – Meðaltal
2007-08 LeBron James 30.00
2006-07 Kobe Bryant 31.56
2005-06 Kobe Bryant 35.40
2004-05 Allen Iverson 30.69
2003-04 Tracy McGrady 28.03
2002-03 Tracy McGrady 32.09
2001-02 Allen Iverson 31.38
2000-01 Allen Iverson 31.08
1999-00 Shaquille O'Neal 29.67
1998-99 Allen Iverson 26.75
Cleveland Cavaliers og Washington Wizards mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og stríðið er þegar hafið í fjölmiðlum. Bakvörðurinn DeShawn Stevenson sagði nýverið að LeBron James væri ofmetinn leikmaður. James hefur hlegið af þessum ummælum í fjölmiðlum Vestra og verður fróðlegt að sjá hvort Stevenson verði fórnarlamb háloftafimleika James í einvíginu, kappinn mun í það minnsta nota þessa fullyrðingu Stevenson til að keyra sig upp í leikjum liðanna.
Mynd: www.nbaobsessed.com



