spot_img
HomeFréttir50 ára afmælistónleikar körfuknattleiksdeildar Þórs

50 ára afmælistónleikar körfuknattleiksdeildar Þórs

22:00
{mosimage}

Í febrúar í ár voru liðin 50 ár frá því að Íþróttafélagið Þór stofnaði körfuknattleiksdeild innan félagsins. Af þessu tilefni ákvað deildin í samstarfi við Bónus, sem er einn af stærstu styrktaraðilum deildarinnar að efna til styrktartónleika. Þetta kemur fram á www.thorsport.is  

Á tónleikunum, sem fram fara í Glerárkirkju sunnudaginn 20. apríl og hefjast kl. 16:00 munu Álftagerðisbræður ásamt ,,Konnurunum" koma saman og syngja ýmsar perlur eins og þeim einum er lagið. Einnig munu þessir snillingar svo stilla saman strengi sína og taka lagið saman. 

Álftagerðisbræður eru þeir; Sigfús, Gísli, Óskar og Pétur Péturssynir undirleikari þeirra er Stefán R. Gíslason.  Konnararnir eru; Jóhann Már og Svavar Hákon Jóhannssynir og bræðurnir Örn Viðar og Stefán Birgissynir undirleikari þeirra er Helga Bryndís Magnúsdóttir.  

Forsala miða hefjast föstudaginn 11. apríl og verða þeir seldir í Pennanum/Eymundsson og Hamri félagsheimili Þórs. Er um að gera fyrir fólk að tryggja sér miða í tíma vegna takmarkaðs sætaframboðs.  

Miðaverð er aðeins 2500 krónur

 

www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -