17:30
{mosimage}
Unglingaráð körfuknattleiksdeildar KR mun halda utan um undan- og úrslitaleiki yngriflokkanna sem fram fara næstu tvær helgar í DHL-Höllinni. Mikið verður um spennandi leiki og ætla KR-ingar að hafa umgjörðina glæsilega. Nú er komið að úrslitastund hjá yngriflokkunum og verður leikið í 9. flokk og uppúr bæði hjá stelpum og strákum. Leikmenn allra liða hafa stefnt á að komast í undanúrslit og freista þess að komast alla leið, en margir skemmtilegir leikmenn munu stíga á fjalir DHL-Hallarinnar. Þetta kemur fram á www.kr.is/karfa
Unglingaráð körfuknattleiksdeildar KR hefur umsjón með helgunum og verða spilaðir 25 leikir á þessum tveimur helgum. Margir sjálfboðaliðar koma að mótinu til að gera umgjörðina sem glæsilegasta og vonumst við til að sem flestir muni koma og horfa á efnilegt körfuknattleiksfólk leika listir sínar keppa um Íslandsmeistaratitilinn.
Unglingaráð hefur séð síðustu tvö ár um Bikarúrslitahelgarnar og hafa þær tekist sérstaklega vel, í ár voru það FSu sem stóðu vel að Bikarúrslitunum. KR-ingar hafa sett metnað sinn í að gera betur en í fyrra og ætlum að fara yfir hvað verður nýtt í umgjörð úrslita yngriflokkanna.
Bein útsending
Bein útsending verður frá öllum úrslitaleikjunum á KRTV en útsendingarnar verða með lýsingu valinkunnra manna.
Lifandi tölfræði
Við munum hafa alla leikina í lifandi tölfræði eftir nýja Smartstat kerfinu sem hefur heldur betur slegið í gegn, en Rúnar Birgir Gíslason ætlar að sjá til þess að hægt verði að koma þeim í loftið. Óskar Ófeigur Jónsson ætlar að sjá um tölfræðina með aðstoð KR-inga en mikil vinna liggur á bakvið að koma tölfræðinni í sögubækurnar og er Óskar ómetanlegur á þeim bænum.
Leikjaniðurröðun fyrir helgina 18. – 20. apríl er eftirfarandi:
Föstudagur:
Drengjaflokkur
Keflavík – Breiðablik 18:30
FSu – KR 20:30
Laugardagur:
10. flokkur kvenna
10:00 Njarðvík – Keflavík
11:30 Haukar – Snæfell
10. flokkur karla
13:00 Fjölnir – Hamar/Þór Þ.
14:30 Breiðablik – Njarðvík
Sunnudagur: 10:00
Úrslit í 10. flokki kvenna.
12:00 Úrslit í 10. flokki karla.
14:00 Úrslit í Unglingaflokki kvenna: Grindavík – Haukar
16:00 Úrslit í Drengjaflokki
Stemmningin verður góð í DHL-Höllinni og eiga allir körfuknattleiksáhugamenn og aðstandendur að fjölmenna á leikina í vesturbænum og njóta þess að sjá efnilegt körfuknattleiksfólk í góðri umgjörð.
Mynd: [email protected] – Frá bikarhelgi yngri flokka fyrr á þessari leiktíð.



