spot_img
HomeFréttirGunnar Einarsson 1 á 1

Gunnar Einarsson 1 á 1

 Fullt nafn:  Gunnar Einarsson 

Aldur: 31 

Félag: Keflavík 

Hjúskaparstaða: Giftur einkaþjálfaranum Ásdísi Þorgilsdóttur.  

Happatala: 4 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Ég var uppgötvaður að Stefáni Arnarsyni og hefur hann fengið stjörnur í augun þegar hann sá mig labba heim úr skólanum með jafnöldrum sem náðu mér upp á mitti! En Stefán sá líklega fyrir sér framtíðar Center í herbúðum Keflavíkur en ég tók út vöxtinn snemma og hef ekkert stækkað síðan ég fermdist… 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? David Robinson 

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Paxel er búinn að vera sjóð heitur í vetur og hjá stelpunum þá Hildur í KR. 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Nate Brown og í kvennaboltanum er það Kesha Watson. 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Ísafjarðartröllið Sigurður Gunnar Þorsteinsson. 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Einar Einarsson og Jón Guðmunds þjálfuðu mig í mini bolta. 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?  Að sjálfsögðu sá sem er að þjálfa mig þessa stundina og síðastliðin ár, Siggi Ingimundar. 

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Jordan. 
 

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Ég hef ekki horft á NBA leik í sjónvarpi síðan Jordan hætti með Bulls, en ég hef heyrt að það séu nokkrir sem eru með tærnar þar sem Jordan var með hælana. 
 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Fór á Botston – Orlando 2006,  lenti á jöfnum og skemmtilegum leik, geri þetta örugglega aftur en ætla á leik í ensku knattspyrnunni næst. 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Endurkoma Keflavíkurliðsins 2007-2008 á móti ÍR eftir að hafa lent 0-2 undir. 

Sárasti ósigurinn? Það er alltaf sárt að tapa, týpskt svar!  

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Góð spurning! Kemst lítið annað að en körfubolti en hef verið að sækja fimleikamót upp á síðkastið en telst seint sem uppáhalds íþrótt….. 

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Keflavík og ÍRB sem var sameinað lið Keflavíkur og Njarðvíkur í Evrópukeppni félagsliða. 

Uppáhalds:
kvikmynd: Office space.
leikari: Jovan Zdravevski.
leikkona: pass.
bók: á enga uppáhalds,
matur: Tapas réttir eru inn núna hjá mér.
matsölustaður: Tapas barinn
lag: Er alæta á tónlist get ekki pikkað eitt lag úr.
hljómsveit: The The
staður á Íslandi: Alltaf gaman að fara á Kleifarnar í Ólafsfirði á sumrin.
staður erlendis: Kóngsins Köben.
lið í NBA: Spurs en fylgist ekkert með NBA lengur.
lið í enska boltanum: Liverpool eins og konan J
hátíðardagur: Aðfangadagur.
alþingismaður: Sú sem flutti jómfrúarræðuna sína um daginn! sjá http://andresm.eyjan.is/2008/04/17/versta-%c3%beingr%c3%a6%c3%b0a-sogunnar/ 
heimasíða: www.vf.is er síða sem allir verða að hafa í netrúntinum sínum annars enda ég alltaf netrúntinn minn á www.digg.com 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Ég er alltaf með hugan við leikinn fram að leik og sé mig í vissum aðstæðum í leiknum.  

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Góð spurning, ég hef unnið fleiri leiki en tapað í gegnum minn feril þannig að ég held að þessi fáu tap hafa kennt manni að mæta klár í slaginn annars… 

Furðulegasti liðsfélaginn? Þröstur er ansi skemmtilegur karakter. 

Besti dómarinn í IE-deildinni? Þeir hafa staðið sig vel í vetur sem og mörg ár þannig að það er erfitt að gera upp á milli þeirra. 

Erfiðasti andstæðingurinn? Sá sem skorar of mikið! 

Þín ráð til ungra leikmanna? Aukaæfingar skila mestum árangri hvort sem um er að ræða lyftingar, hlaup eða sína íþróttagrein. 

Myndir þú vilja búa í Hólminum? (Spurning frá síðasta þátttakanda í 1 á 1) Kann mjög vel við Hólminn en á eftir að koma þangað að sumri til, hef heyrt að það sé mjög fallegt þar að sumri til, en get ekki sagt að ég vilji búa þar. 

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Viltu fækka útlendingum í körfuboltanum á næsta ári ?

Fréttir
- Auglýsing -