6:11
{mosimage}
Í gærkvöld lék Breiðablik og Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins í drengjaflokki í DHL-höllinni. Unglingaráð köfurknattleiksdeildar KR sér um umgjörðina þessa úrslitahelgi og var hún glæsileg.
Fyrirfram var búist við að Keflavík myndi vinna, en hinn efnilegi leikmaður Keflavíkur Þörstur Leó Jóhannsson var í ,,leikbanni”, þ.e. Sigurður Ingimundarson þjálfari meistaraflokks Keflavíkur bannaði honum að leika leikinn. Það var ljóst að þessi ákvörðun myndi jafna muninn á milli liðanna.
Fyrsta lotan var jöfn og voru Blikar yfir í lok hennar, 22-21. Blikar léku mjög góða aðra lotu. Í þeirri lotu lék hinn hinn snaggaralegi Arnar Pétursson frábærlega Í þessari lotu léku Keflvíkingar næstum því enga vörn. Staðan í hálfleik var 54-38 fyrir Breiðablik.
Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn í 2-3 svæðisvörn. Þröstur var mættur á bekkinn í seinni hálfleik og hvatti hann lið sitt til dáða og hafi það góð áhrif á félaga hans. Í fyrstu sókninni leystu Blikar svæðisþraut Keflvíkinga vel og komust 18 stig yfir. Síðan þéttist svæðisvörnin hjá Keflavík, Blikum gekk illa að skora, og Keflvíkingarnir Guðmundur og Sigfús fundu fjölina í sókninni. Staðan í lok þriðju lotu var 65-58 fyrir Blika.
{mosimage}
Í fjórðu lotunni vann Keflavík sig hægt og rólega inn í leikinn og þeir ná að komast tvö stig yfir þegar þrjár mín. voru eftir. Síðan var jafnt á tölunum 75, 76, 78, 80 og leikurinn endaði 83-83. Á lokakaflanum lék Guðmundur vel fyrir Keflavík og Rúnar vel fyrir Breiðablik. Spennan var ekki minni í framlengingunni, jafnt var á tölunum 85, 87 og 89. Í síðustu sókn Keflvíkur náði Sigfús Árnason að blaka sóknarfrákasti ofan í. Drengurinn sýndi ótrúlega íþróttahæfileika með því að hoppa hátt, halda jafnvægi, halla sig aftur á bak og stýra boltanum ofan í með puttunum. Blikar áttu séns á að jafna en það heppnaðist ekki.
Almar Guðbrandsson (210 cm) átti frábæran leik í kvöld fyrir Keflavík. Hann var með 11 varin skot og hafði áhrif á álíka mörg. Auk þess var hann 13 fráköst, átta stig og 6 stoðsendingar. Sigfús Árnason var með mjög góðan leik (32 stig og 15 fráköst). Guðmundur var góður með 19 stig og Magni setti niður 15 stig.
Arnar Pétursson var með mjög góðan leik fyrir Breiðablik, var með frábæra skotnýtingu og setti niður 32 stig. Rúnar Ingi Erlingsson skoraði 20 stig og Hraunar Guðmundsson var með tvennu (11 fráköst og 13 stig). Hákon og Þorvaldur stóðu sig einnig ágætlega.
Myndir: Unglingaráð KR



