![]() |
Fyrstu leikir úrslitakeppninar í NBA fór fram í nótt. Hingað til hafa ekki verið nein óvænt úrslit. Í San Antonio fóru heimamenn með sigur í tvíframlengdum stórkostlegum leik gegn Pheonix Suns 117-115. Tim Ducan með stórleik setti niður 40 stig og 15 fráköst. Það var Michael Finley sem tryggði Spurs framlengingu eftir venjulegan leiktíma þegar hann setti niður þrist þegar um 15 sekúndur voru eftir af leiknum.
Það var svo Duncan sem setti niður sinn fyrsta þrist í vetur til að tryggja seinni framlenginguna. Litlu mátti muna að þriðja framlengingin færi fram þegar að Steve Nash setti fade-away þrist í horninu og jafnaði leikinn, en það var Manu Ginobili sem fór "coast to coast" , setti niður lay up og skildi aðeins 1.8 sekúndu eftir af tímanum. Sá tími var of naumur fyrir Suns. Tony Parker setti 26 og Manu Ginobili var með 24 fyrir SA Spurs. Hjá Pheonix var Amare Stoudamire sem setti 33 stig og bakvörðurinn Steve Nash bætti við 25 stigum og sendi 13 stoðsendingar.
Í Cleveland sigruðu heimamenn í hörkuleik 93-86. Sem fyrr var það stórstjarna CAVS, Lebron James sem leiddi lið sitt til sigurs með 32 stig, þar af 20 stig í seinni hálfleik. Zydraunas Ilgauskas kom einni sterkur til leiks, hirti 11 fráköst og setti 22 stig. Hjá Wizards var það Gilbert Arenas sem kom af bekknum og setti 24 stig á aðeins 27 mínútum. Cleveland hefur skotið liði Wizards út úr úrslitakeppninni í fyrstu umferð síðastliðin 2 ár og virðist lítið ætla að breytast í ár.
Að lokum voru það N.O. Hornets sem skelltu fyrrum félögum Jón Arnórs í Dallas Mavericks 104-92. Dallas áttu ágætis áhlaup að forskoti heimamanna þegar skammt var til loka en Peja Stojakovic slökkti allar vonir gestanna með þrist þegar um mínúta var eftir en þá höfðu gestirnir saxa forskot heimamanna niður í 8 stig og voru á siglingu.
Hinn frábæri bakvörður Hornets, Chris Paul var aðal driffjöður heimamanna þegar hann setti niður 35 stig og sendi 10 stoðsendingar og heimamenn öskruðu þegar honum var skipt útaf undir lok leiks “MVP MVP MVP!!! “ David West aðstoðaði einnig með 23 stig. Hjá gestunum var það að Þjóðverjinn, Dirk Nowitski sem setti 31 stig og hirti 10 fráköst . En aðrir voru langt frá sínu besta nema þá hugsanlega Jason Kidd sem sendi 9 stoðsendingar tók 9 fráköst en skoraði aðeins 11 stig.
Utah Jazz gerði sér lítið fyrir og skellti liði Houston Rockets á heimavelli þeirra síðar nefndu. Lið Utah var grimmara allan leikinn og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Hjá Utah kom rússneski riffillinn Andrei Kirilenko á óvart með 20 stig en svo voru það Boozer (20) og Deron Williams (18) sem komu honum næstir. Fátt var um fína drætti hjá heimamönnum nema hugsanlega góð barátta hjá nýliðanum Louis Scola en það dugði skammt. 82-93 var lokastaðan og Utah komnir í vænlega stöðu í einvíginu.




