spot_img
HomeFréttirKR vann með einu stigi

KR vann með einu stigi

18:01

{mosimage}

KR varð í dag Íslandsmeistari í Drengjaflokki eftir úrslitaleik við Keflavík. KR vann með einu stigi 82-81 eftir að hafa leitt stóran hluta af leiknum með nokkrum stigum. Örn Sigurðarson var valinn maður leiksins hjá KR en hann skoraði 21 stig og tók 8 fráköst. Hjá Keflavík var Þröstur Leó Jóhannsson með þrennu 15 stig, 15 fráköst og 12 stoðsendingar.

Liðin skiptust á stigum í upphafi og í stöðunni 6-6 skoraði Pétur Jakobsson þriggja-stiga körfu fyrir KR og kom þeim yfir. Héldu þeir því forskoti fram í annan leikhluta þegar Sigfús Árnason kom Keflavík yfir 37-39. KR skoraði síðustu sex stig hálfleiksins og leiddu með fjórum stigum í hálfleik 43-39.

{mosimage}

Seinni hálfleikur var jafn og spennandi. KR leiddi mest allan tímann og Magni Ómarsson minnkaði muninn í 2 stig 75-77 þegar þrjár mínútur voru eftir. Þröstur Leó jafnar 79-79 með troðslu þegar tvær mínútur voru eftir 79-79. Víkingur Ólafsson kom KR yfir 82-79 með þriggja-stiga körfu. Reyndist það sigurkarfan því að Keflavík náði aðeins að minnka muninn í 1 stig 82-81. Keflavík átti lokaskotið en geigaði og KR vann.

Er þetta fimmta árið í röð sem KR verður Íslandsmeistari í drengjaflokki.

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -