spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar Íslandsmeistarar í 10. flokki karla

Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í 10. flokki karla

18:39

{mosimage}

Njarðvík og Fjölnir mættust í úrslitaleik 10. flokks karla í DHL-Höllinni í öðrum úrslitaleik dagsins þar sem Njarðvíkingar fóru með 41-49 sigur af hólmi í jöfnum og skemmtilegum leik. Þetta er því annar titillinn sem Njarðvíkingar landa í dag en stelpurnar í 10. flokki urðu einnig Íslandsmeistarar

Njarðvíkingar tóku snemma forystuna í leiknum en áttu í töluverðum vandræðum með Hauk Helga Pálsson sem gerði 23 stig, tók 18 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í leiknum. Njarðvíkingar leiddu 12-10 eftir fyrsta leikhluta og svo 27-23 í hálfleik. Andri Freysson átti góða lokarispu fyrir Njarðvík í lok annars leikhluta og gerði 5 síðustu stig Njarðvíkinga. Haukur Pálsson var með 15 stig og 7 fráköst fyrir Fjölni í hálfleik en Andri Freysson var með 10 stig fyrir Njarðvíkinga í leikhléi.

{mosimage}

 

Fjölnismenn voru aldrei langt undan og oft vantaði herslumuninn til þess að brjóta ísinn en Njarðvíkingar gáfu ekkert eftir og leiddu 38-33 fyrir fjórða og síðasta leikhluta. Í fjórða leikhluta héldu Njarðvikingar haus og Styrmir Gauti Fjeldsted gerði sex mikilvæg stig í röð fyrir Njarðvík á lokasprettinum. Fjölnismenn komust ekki nærri og lokatölur því 41-49 Njarðvíkingum í vil.

{mosimage}

 

Andri Fannar Freysson var valinn besti maður leiksins í Njarðvíkurliðinu með 14 stig, 6 stoðsendingar og 2 fráköst en Haukur Helgi Pálsson var valinn besti maður leiksins úr röðum Fjölnis með 23 stig, 18 fráköst og 4 stoðsendingar.

{mosimage}

 

 

{mosimage}

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -