spot_img
HomeFréttirÚrslit yngri flokka: Frábær umgjörð hjá KR-ingum

Úrslit yngri flokka: Frábær umgjörð hjá KR-ingum

7:37

{mosimage}

Um helgina fóru fram undan- og úrslitaleikir í yngri flokkunum í körfunni í DHL-höllinni. Umgjörðin þessa helgi var til fyrirmyndar og á Ingi Þór, unglingráð körfuknattleiksdeildar KR og aðrir þeir sem komu að þessari umgjörð þakkir skilið.

DHL-höllin er gott körfuknattleikshús, bæði fyrir áhorfendur og leikmenn. Sjálfur völlurinn lítur mjög vel út þegar búið er að ramma hann inn með auglýsingaspjöldum og girðingu. Leikirnir voru sýndir á KRTV. Vallarþulur lýsti leikjunum. Tölfræðin var lifandi á hinu magnaða Smartstat kerfi. Atvinnumenn færðu inn tölfræðina og höfðu þjálfarar og aðrir aðgang að henni útprentaðri um leið og hverri lotu lauk. Leikmenn höfðu aðgang að vatni og handklæðum fyrir aftan varamannabekkinn og svo framvegis.

Það var ekki bara umgjörðin sem var góð. Heldur voru flestir leikirnir vel leiknir og spennandi. Þeir leikmenn sem voru á gólfinu hverju sinni lögðu sig fram og margir þeirra eru mjög efnilegir. Það var vel mætt á leikina og oft var mikil stemmning á pöllunum.

Auk þess bera að þakka dómurunum fyrir vel unnin störf og stjórnarmönnum/starfsfólki KKÍ sem komu að þessum leikjum.

Einnig ber að hrósa og þakka starfsfólki íþróttahúss KR. Það er alltaf mjög gott að leita til þeirra og þjónustulund þeirra er mikil.

Karfan.is minnir á að veislan heldur áfram um næstu helgi.

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -