22:34
{mosimage}
Karfan.is tók þá Tommy Johnson og Jón Ólaf Jónsson tali eftir annan leik liðanna um Íslandsmeistarabikarinn.
Tommy Johnson – Keflavík
,,Þessi sigur veitir okkur mikið sjálfstraust. Við spiluðum vel gegn ÍR í leik þrjú, fjögur og fimm og nú tveir sigrar hér. En þeir munu ekki gefast upp og það verður erfiður leikur í Keflavík á fimmtudag. Þeir lögðu góð lið eins og Grindavík og Njarðvík til þess að komast hingað og þeir munu ekkert gefast upp,” sagði Tommy sem var sjóðandi heitur í kvöld og setti 27 stig. Hann þakkaði liðsfélögum sínum fyrir. ,,Ég var heitur og liðsfélgar mínir voru duglegir að finna mig. Þetta var móralskur sigur fyrir okkur og við leggjum mikið stolt í að spila af krafti og þetta var mikill liðssigur í kvöld.”
{mosimage}
Jón Ólafur Jónsson – Snæfell
,,Við vorum að þvinga boltanum alltof mikið í upphafi hvers sóknar í stað þess að fá flæði í þetta. Sóknarleikurinn verður einhæfur þannig og auðvelt fyrir Keflavík að stoppa það. Við vorum að klikka á einföldum atriðum eins og að skilja eftir Tommy fyrir utan einan í hraðaupphlaupum hjá þeim og gefa honum frí þriggja-stiga skot. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik,” sagði Jón Ólafur og Geof Kotila lagði næsta leik upp á einfaldan hátt. ,,Hann bað okkur að sýna karakter. Annað hvort leggjumst við niður eins og hundar eða komum til baka. Ég lofa því að við komum tilbúnir í næsta leik og þetta er ekki búið.
Myndir: [email protected]



