06:00
{mosimage}
Eins og við á karfan.is höfum skrifað um áður er Valsarinn Hjalti Friðriksson að gera það gott í Bandaríkjunum. Nú um helgina datt Hjalti óvænt í Stjörnulið ACC deildarinnar sem er á ferð um North Carolina og er m.a. skipað Quentin Thomas frá UNC og DeMarcus Nelson frá Duke.
Liðið var að leika um helgina og sökum umferðarteppu komust ekki allir leikmenn á leikstað í tíma og var því Hjalti kallaður til leiks og lék mjög vel í sigri liðsins á Johnston County, 124-109. Hjalti skoraði 13 stig og tók 7 fráköst.
Mynd: Hjalti Friðriksson



