spot_img
HomeFréttirNBA: Óvíst að Bynum leiki í úrslitakeppninni

NBA: Óvíst að Bynum leiki í úrslitakeppninni

15:20

{mosimage}

Phil Jackson þjálfari L.A. Lakers sagði við blaðamenn á mánudag að það væri mjög ólíklegt að Andrew Bynum leiki eitthvað í úrslitakeppninni, en margir stuðningsmenn Lakers voru að vonast til þess að hann myndi ná sér af meiðslum sínum og spila. Hann sagði að félagið væri ekki einu sinni að hugsa um þann möguleika að hann gæti verið með. Lakers og Denver mætast í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni.

,,Ég held að án alls vafa að Andrew muni byrja á bekknum og koma inn af honum ef það væri einhver möguleiki að hann gæti spilað á ný. En þetta er svo fjarstæðukennt. Við erum ekki ekki að hugsa alvarlega um þennan möguleika,” sagði Phil Jackson.

Andrew Bynum lék mjög vel þar til hann meiddist en hann hefur ekkert leikið síðan 13. janúar.

Í vetur spilaði hann 36 leiki þar af 25 í byrjunarliðinu. Í þessum leikjum skoraði 13.1 stig og tók 10.2 fráköst.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -