spot_img
HomeFréttirBúið að draga í riðla fyrir Ólympíuleikana

Búið að draga í riðla fyrir Ólympíuleikana

07:00

{mosimage}
(Körfuboltakeppnin fer fram í Wukesong höllinni sem var byggð fyrir leikana. Höllin var prufukeyrð um helgina en höllin tekur 18.000 manns í sæti.

Dregið var í riðla fyrir Ólympíuleikana í Peking um helgina. Tólf lið keppa í karla- og kvennakeppninni sem verður í ágúst. Þó að búið sé að draga í riðla er ekki enn búið að fylla öll sætin og verður því mót í karlaflokknum í Aþenu og í Madríd í kvennaflokknum í sumar til að fylla þessi sæti.

Karlar:

Liðunum tólf er skipt í tvo riðla með sex liðum hvor. Heimsmeistarar Spánverja, gestgjafarnir í Kína og Bandaríkjamenn eru í riðli B á meðan Ólympíumeistarar Argentínu eru í riðli A ásamt Evrópumeisturum Rússa.

Riðill A:
Argentína – Annað sætið í Ameríku-keppninni
Ástralía – Eyjahagsmeistarar
Íran – Asíumeistarar
Litháen – Þriðja sætið á EM
Rússland – Evrópumeistarar
Eitt lið sem vinnu sér sæti í sumar.

Riðill B:
Angóla Afríkumeistarar
Kína – Gestgjafar
Spánn – Heimsmeistarar
Bandaríkin – Ameríkumeistarar
Tvö lið sem tryggja sér sæti í sumar.

Mótið fyrir sætin þrjú sem eru laus verður í Aþenu dagana 14. til 20. júlí og þá kemur í ljós hvaða þjóðir leika á Ólympíuleikunum í Kína.

Þjóðirnar sem fá tækifæri til að vinna sér inn sæti til Peking:
Kamerún
Græn Höfða Eyjar(Cape Verde)
Púertó Ríkó
Brasilía
Kanada
Líbanon
Suður-Kórea
Grikkland
Þýskaland
Króatía
Slóvenía
Nýja Sjáland.

Konur:

Í kvennaflokkinum eru einnig tólf þjóðir og er þeim skipt í tvo riðla. Í kvennaflokknum eiga enn fimm þjóðir eftir að tryggja sér sæt en þær fá tækifæri ti þess á móti í Madríd sem fer fram dagana 9. til 15. júní.

A-riðill:
Ástralía – Heimsmeistarar
Suður-Kórea – Asíumeistarar
Rússland – Evrópumeistarar
Þrjú lið eiga eftir að tryggja sér sæti

B-riðill:
Kína – Gestgjafar
Malí – Afríkumeistarar
Nýja Sjáland – Annað sæti í Eyjahafskeppninni
Bandaríkin – Ameríkumeistarar
Tvö lið eiga eftir að tryggja sér sæti

Mótið fyrir þjóðirnar fimm sem eiga eftir að tryggja sér sæti fer fram dagana 9. til 15. júní í Madríd.

Þjóðirnar sem fá tækifæri til að tryggja sér sæti til Peking eru:
Senegal
Angóla
Kúba
Brasilía
Argentína
Japan
Taívan
Spánn
Hvíta-Rússland
Lettland
Tékkland
Fíjí-Eyjar

[email protected]

Mynd: Chinadaily.com

Fréttir
- Auglýsing -