9:50
{mosimage}
(Morten í leik gegn Njarðvík með Haukum)
Á heimasíðu Grindavíkur er greint frá því í dag að Morten Szmiedowicz hafi handsalað samning við félagið um að leika með liðinu næsta vetur. Í frétt af vf.is í gær var greint frá því að hann íhugaði alvarlega að draga fram skóna og ætti þetta handsal að ýta undir að það muni gerast.
Það er styrkur fyrir Grindavík að fá Morten í hópinn en hann er 206 cm hár og hefur leikið áður með Grindavík, auk Hauka og í Bandaríkjunum.
Mynd: Gunnar Freyr



