spot_img
HomeFréttirÍsl erlendis: Roma endaði í öðru sæti ítölsku deildarinnar

Ísl erlendis: Roma endaði í öðru sæti ítölsku deildarinnar

12:33

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson skoraði 5 stig fyrir Lottomatica Roma sem sigraði La Fortezza Bologna í lokaumferð ítölsku A deildarinnar, 66-62 á útivelli. Jón Arnór lék í 19 mínútur. Roma endaði öðru sæti deildarinnar og mætir Tisettanta Cantú í 8 liða úrslitum.

Univer KSE sigraði Bodrioga Bau í fyrsta leik liðsins í aukakeppni um fall í ungversku úrvalsdeildinni. Leikið var á heimavelli Unier og sigruðu þeir 97-71 og skoraði Jakob Örn Sigurðarson 26 stig, tók 5 fráköst, stal 4 boltum og gaf 4 stoðsendingar.

Logi Gunnarsson lék ekki með Gijon (21-10) sem steinlá á útivelli gegn Ourense Grupo Juanes 77-59. Logi meiddist fyrir skömmu þegar hann fékk slæmt högg á lærið og er nýlega farinn að æfa aftur.

Huelva (13-18) tók á móti Melilla Baloncesto í spænsku LEB gull deildinni og tapaði 57-63. Pavel Ermolinskij lék ekki með Huelva.

Damon Johnson skoraði 15 stig fyrir Cantabria (10-21) sem tapaði á heimavelli gegn Beirasar Rosalia í spænsku LEB gull deildinni, 82-84.

[email protected]

Mynd:  www.universport.hu

 

Fréttir
- Auglýsing -