spot_img
HomeFréttirBárður verður áfram í Grafarvogi

Bárður verður áfram í Grafarvogi

21:30
{mosimage}

 

(Bárður Eyþórsson tjáir tilfinningar sínar á hliðarlínunni.)   

 

Bárður Eyþórsson verður áfram með Fjölni en liðið féll úr Iceland Express deildinni á síðustu leiktíð og mun leika í 1. deild á þeirri næstu. Bárður sagði í samtali við Karfan.is að Fjölnir væri öflugur klúbbur og að hann ætti klárlega heima í efstu deild.

 

,,Það er uppbyggingarskeið að ganga í garð hjá meistaraflokki Fjölnis og efnilegir strákar að koma upp, það er því björt framtíð hjá Fjölni,” sagði Bárður en gat ekki svarað því hvort liðið myndi leika með eða án Bandaríkjamanns á næstu leiktíð. ,,Við erum frekar lágvaxnir eins og staðan er í dag en við verðum bara að sjá hvernig staðan verður síðar. Við erum að tryggja það sem við höfum og allt bendir til þess að strákarnir verði allir áfram,” sagði Bárður en kvaðst ekki viss um málefni Kristins Jónassonar sem hefur verið inn og út úr íslenska landsliðinu. Kristinn gekk í raðir Fjölnis fyrir síðustu leiktíð en var mikið að glíma við meiðsli í vetur.

 

,,Kiddi er náttúrulega landsliðsmaður og þeir vilja flestir spila í úrvalsdeild eða ofar en það er aldrei að vita hvað gerist,” sagði Bárður og sagði ekkert uppgjafarhljóð vera í mönnum í Grafarvogi.

 

,,Fjölnir á klárlega heima í efstu deild og hann verður þar fljótlega aftur, uppistaða leikmanna í liðinu er á aldrinum 17-21 árs og menn verða að vera þolinmóðir og leyfa þessum leikmönnum að vaxa og eflast. Eftir nokkur ár þá verður Fjölni orðinn öflugur klúbbur enda er yngriflokkastarfið ljómandi gott og vel haldið utanum hlutina. Það er engin uppgjöf í okkur þrátt fyrir fallið. Erfitt tímabil að baki með mikið af meiðslum og útlendingaströggl en framtíðin er björt,” sagði Bárður.

 

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -