spot_img
HomeFréttirNBA: Turkoglu þótti taka mestum framförum

NBA: Turkoglu þótti taka mestum framförum

23:02

{mosimage}

Tyrkinn snjalli Hedo Turkoglu, leikmaður Orlando Magic, var valinn sá leikmaður sem sýndi mestar framfarir í vetur. Hann lék með spútníkliði Orlando sem vann 52 leiki og er nýbúið að slá Toronto út í úrslitakeppninni og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum.

Turkoglu var með 19.5 stig, 5.7 fráköst og 5 stoðsendingar í leik en þetta eru allt hans bestu meðaltalstölur frá því hann hóf að leika í NBA árið 2000.

Turkoglu sem gekk til liðs við Orlando árið 2004 er 29 ára gamall og hefur á ferli sínum í NBA aðeins leikið með tveimur liðum Orlando og Sacramento. Hann hefur leikið 601 deildarleik í NBA og byrjað inná í rúmlega helming þeirra og skorað yfir 7.000 stig.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -