spot_img
HomeFréttirNBA: Hið ótrúlega gerðist: Atlanta vann aftur

NBA: Hið ótrúlega gerðist: Atlanta vann aftur

10:09

{mosimage}
(Það eru fleiri en Íslendingar sem eru undrandi)

Sjötti leikur Atlanta og Boston var magnaður í nótt en hann var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eftir hörkuleik höfðu Atlanta sigur með þremur stigum, 103-100, og síðasta skot leiksins var ágætis þriggja-stiga skot frá Rajon Rondo, leikmanni Boston. Þar með er staðan jöfn í einvígi liðanna og sjöundi leikurinn verður í Boston á sunnudag.

Sex leikmenn Atlanta skoruðu 10 stig eða meira en stigahæstur þeirra var Marvin Williams með 18 stig. Williams fór reyndar útaf meiddur þegar hann braut greinilega á Paul Pierce. Hann kom þó inná í endann og kláraði síðustu sekúndur leiksins. Mike Bibby var með 17 stig. Hjá Boston var Kevin Garnett með 22 stig og þriggja-stiga skyttan magnaða Ray Allen var með 20 stig og setti aðeins eitt af átta þriggja-stiga skotum sínum.

Tracy McGrady fellur enn eitt árið út úr úrslitakeppninni án þess að vinna einvígi. Að þessu tapaði Houston fyrir Utah, 113-91 í beinni á NBAtv, og einvíginu 4-2. McGrady gerði allt til þess að halda liði sínu í keppninni en hann setti 40 stig í nótt en það dugði ekki til. Hjá Utah voru sjö leikmenn með 10 stig eða meira og er það styrkleikamerki á meðan aðeins tveir leikmenn Houston komust í tveggja stafa tölu í stigaskorum. Deron Williams setti 25 fyrir Utah sem mætir L.A. Lakers í næstu umferð.

{mosimage}
(LeBron James fagnar þegar sigurinn er í höfn í nótt)

Þegar á reynir stígur LeBron James upp og dregur lið sitt áfram. Í nótt var hann með 27 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar í 17 stiga sigri, 88-105, Cleveland á Washington. James gerði allt rétt en þrír leikmenn Cleveland skoruðu 20 stig eða meira. Þar með er einvígið Clevelands og eru þeir komnir áfram 4-2. Í næstu umferð mæta þeir sigurvegaranum úr einvígi Boston og Atlanta. Hjá Washington var Antwan Jamison með 23 stig og Caron Butler bætti við 18. Gilbert Arenas lék ekki með Washington.

[email protected]

Myndir: AP

Fréttir
- Auglýsing -