spot_img
HomeFréttirRagna Margrét Brynjarsdóttir: Ætluðum að spila 100% í 40 mín

Ragna Margrét Brynjarsdóttir: Ætluðum að spila 100% í 40 mín

21:51

{mosimage} 

Ragna Margrét Brynjarsdóttir hefur verið iðin við kolann á Norðurlandamótinu í Svíþjóð, þar sem hún er með frákastahæstu leikmönnum mótsins.  Karfan.is ræddi við svekktan miðherja 18 ára landsliðs kvenna eftir leikinn gegn Finnum.

{mosimage} 

Þú hefur verið mjög grimm allt mótið og lent þar af leiðandi í talsverðum villuvandræðum, hefurðu hugsanlega verið of grimm?
Þetta er ekkert nýtt, þetta er búið að vera svona í allan vetur.

Ágæt frammistaða hjá ykkur í fyrri hálfleik en þið lentuð svo í vandræðum í byrjun þriðja leikhluta og komuð sterkar til baka eftir það.  Hvað var það sem gerðist í byrjun þriðja leikhluta hjá ykkur?
Ég veit það ekki.  Við ætluðum náttúruleg að spila 100% í 40 mínútur og það var það sem við gerðum, það var bara okkar markmið fyrir þennan leik.

Þetta er að margra mati ykkar besti leikur á mótinu en tapið engu að síður gegn sterku finnsku liði.  Heldurðu að þið hefðuð getað tekið þetta með örlítið meiri einbeitingu?
Já, alveg pottþétt, það vantaði ekki mikið upp á.

Fréttir
- Auglýsing -