spot_img
HomeFréttirTalið niður í úrslitin á Ítalíu, farið yfir leikmannahóp Siena

Talið niður í úrslitin á Ítalíu, farið yfir leikmannahóp Siena

19:15

{mosimage}

Terrell McIntyre er einn af mikilvægustu leikmönnum Siena 

Eins og við sögðum frá í gær hefst úrslitaeinvígi Siena og Roma í ítölsku deildinni á morgun þegar leikið verður í Siena. Við höldum áfram að hita upp fyrir leikinn og fengum alfræðiorðabókina Friðrik Inga Rúnarsson til að gefa okkur innsýn í leikmannahópa liðanna.

Við byrjum á Siena. Lið Siena hefur mikla breidd og dreifist stigaskor á marga leikmenn. Það er einna helst þessi mikla breidd góðra leikmanna sem gerir þá svona sterka. Í liðinu er kannski engin stórstjarna en mjög margir góðir leikmenn.

TERRELL MCINTYRE – USA
Bakvörður
31 árs
1.75cm
Hóf feril sinn í Evrópu í Frakklandi eftir að hann lauk háskóla hjá Clemson og lék einnig í Þýskalandi áður en hann fór til Ítalíu. Var valinn í úrvalslið Meistaradeildar Evrópu 2007-2008

RIMANTAS KAUKENAS – Lithái, landsliðsmaður
Bakvörður
31 árs
1.92
Lék með Seton Hall háskólanum í USA 1996 – 2000. Hóf sinn atvinnumannaferil í Ísrael og hefur svo leikið í Belgíu, Þýskalandi og heima fyrir í Litháen áður en hann fór til Siena á Ítalíu.

KSISTOF LAVRINOVIC – Lithái, landsliðsmaður Litháa.
Framvörður
29 ára
2.09
Spilaði í Litháen og lék þar og í Rússlandi þar til hann færði sig til Ítalíu.

MARVIS BOOTSY THORNTON – USA
Bakvörður
31árs
1.95
Lék með ST Johns háskólanum áður en hann fór til Evrópu. Bootsy hefur m.a. leikið með Barcelona á Spáni.

ROMAIN SATO – Mið-Afríkulýðveldið
Framvörður
27 ára
1.94
Spilaði með Xavier háskólanum en árið 2004 gerði hann samning við San Antonio Spurs. Lék engan leik með liðinu og ákvað að fara til Ítalíu.

SHAUN STONEROOK – USA
Framvörður
31 árs
2.01
Hóf feril sinn í Belgíu eftir að hann kláraði háskóla með Ohio. Er einkar litríkur og skemmtilegur leikmaður sem gerir mikið fyrir sitt lið.

[email protected]

Mynd: Reuters

Fréttir
- Auglýsing -