11:15
{mosimage}
(Curry ásamt David Stern)
Aðstoðarþjálfari Detroit Michael Curry verður þjálfari liðsins á næstu leiktíð en félagið greindi frá því í gær. Curry sem er 39 ára gamall lék með Detroit um árabil og hefur verið aðstoðarþjálfari hjá liðinu undanfarið.
Curry gerði þriggja ára samning sem mun gefa honum 2.5 milljónir dala ár hvert. Ákvæði er í samningum um að félagið geti framlengt samning um eitt ár að þremur tímabilum loknum.
Mynd: AP



