13:01
{mosimage}
(Sasha Vujacic Slóveninn spræki fór á kostum í leiknum)
Leikur L.A. Lakers og Boston Celtics var einkennilegur í nótt. Bæði lið söknuðu framlagi frá helstu leikmönnum sínum en þrátt fyrir það var leikurinn spennandi alveg fram á síðustu mínútu.
Einu leikmennirnir sem voru með ráði í sóknarleiknum var Kobe Bryant(36 stig), Sasa Vujacic(20 stig) og Ray Allen(25 stig). Aðrir léku undir getu. Það var varnarleikur liðanna sem stóð upp úr í leiknum. Boston áttu fá svör við öflugum varnarleik Lakersmanna sem lokuðu á flestar glufur sem vörnin þeirra hefur verið að sýna undanfarið. Á meðan var Bostonvörnin grimm en að þessu sinni réð hún ekki við Kobe Bryant. Kobe fór á kostum og raðaði hverri körfuni niður á fætur annarri. Hann ásamt Sasha Vujacic fóru á kostum og unnu leikinn fyrir heimamenn.
Nú er staðan 2-1 í einvíginu og næstu tveir leikir verða í Staples Center og leikur fjögur verður annað kvöld.
Mynd: AP



