10:42
{mosimage}
(Rose þykir líklegastur til þess að vera valinn fyrstur)
Nýliðaval NBA deildarinnar er framundan og í ár er það Chicago Bulls sem á fyrsta valréttinn. Margir sérfræðingar Vestanhafs spá því að velji Bulls leikstjórnandann Derrick Rose þá muni þeir losa sig við Kirk Hinrich.
Á þarsíðustu leiktíð var Hinrich með 16,6 stig að meðaltali í leik, 6,3 stoðsendingar og 46% skotnýtingu. Síðustu tvö tímabil hefur Hinrich og aðrir liðsmenn Bulls ekki náð viðlíka hæðum og því ljóst að forráðamenn Bulls vilja gera breytingar á hópnum.
Vitað er að nokkur lið í NBA deildinni hafa sýnt Hinrich áhuga en það eru lið á borð við Miami Heat, Denver Nuggets, Portland Trail Blzers og Los Angeles Clippers svo einhver séu nefnd.
Sumir hafa orðið til þess að benda á að Bulls þyrftu meira á því að halda að fá sterkan sóknarmann í teiginn fremur en leikstjórnanda þar sem Hinrich er nú þegar stjórndandinn í borg vindanna. Miklar vonir eru bundnar við Rose í Bandaríkjunum og búast flestir við því að Bulls velji hann í fyrstu umferð nýliðavalsins þrátt fyrir sóknarvandræði sín í teig andstæðinganna.
Rose, ef valinn til Bulls, færi ekki langt því hann kemur frá Chicago. Rose er fæddur þann 4. október árið 1988 og lék með Memphis Tigers í háskólaboltanum.
Röð liða í fyrstu umferð nýliðavalsins 2008:
1 Chicago Bulls
2 Miami Heat
3 Minnesota Timberwolves
4 Seattle Supersonics
5 Memphis Grizzlies
6 New York Knicks
7 Los Angeles Clippers
8 Milwaukee Bucks
9 Charlotte Bobcats
10 New Jersey Nets
11 Indiana Pacers
12 Sacramento Kings
13 Portland Trail Blazers
14 Golden State Warriors
15 Phoenix Suns (from Atlanta)
16 Philadelphia 76ers
17 Toronto Raptors
18 Washington Wizards
19 Cleveland Cavaliers
20 Denver Nuggets
21 New Jersey Nets (from Dallas)
22 Orlando Magic
23 Utah Jazz
24 Seattle SuperSonics (from Phoenix)
25 Houston Rockets
26 San Antonio Spurs
27 New Orleans
28 Memphis Grizzlies (from L.A. Lakers)
29 Detroit Pistons
30 Boston Celtics
Mynd: www.derrickroseonline.org



