6:00
{mosimage}
Geoff Kotila sem þjálfað hefur Snæfell síðastliðna tvo vetur skrifaði á dögunum undir samning við danska liðið FOG Næstved. Næstved er í dönsku úrvalsdeildinni og endaði í sjöunda sæti á nýliðnu tímabili.
Næstvedmenn ætla sér stóra hluti á næsta tímabili og er samningurinn við Kotila til þriggja ára. Þeir eru mjög ánægðir með að hafa náð í kappann sem hefur sýnt í gegnum tíðina að hann hefur náð árangri þar sem hann hefur verið við stjórnvölin. Í Danmörku hefur hann unnið þrjá meistaratitla, þrjú silfur og tvö brons auk þriggja bikartitla og þriggja bikarsilfra.
Það verður fróðlegt að fylgjast með Næstved í vetur, hvort Kotila tekst að rífa liðið upp úr botnbaráttunni sem það hefur verið í undanfarin ár.
Þess má geta að Thomas Soltau sem lék með Keflavík um tíma lék með liðinu á síðasta tímabili og ekki ólíklegt að hann haldi áfram.
Mynd: www.danskbasket.kd



