06:00
{mosimage}
(Slóveninn Matjaz Smodis verður frá um tíma vegna meiðsla)
Ein helsta stjarna slóvenska landsliðsins Matjaz Smodis verður væntanlega ekki með löndum sínum í undankeppninni fyrir Ólympíuleikana. Smodis þarf að hvíla í a.m.k. mánuð samkvæmt læknisráði og missir því af þessu mikilvæga verkefni með landsliðinu.
Smodis er svekktur með niðurstöðuna en hann sagði að læknirinn sem gerði aðgerð á honum í fyrra sagði að hann þyrfti að hvíla. Smodis hafði fengið sömu skilaboð frá læknum félagsliðs síns CSKA Moskva.
,,Að leika körfubolta er ekki möguleiki fyrir mig í dag. Kannski eftir þrjár eða fjórar vikur þegar löppin á mér verður vonandi stöðugri. Þá fer í aðra skoðun og fá þá niðurstöðu um mín mál,” sagði Smodis en hann er afar bólginn í dag og er Ólympíudraumurinn því úti hjá þessum 2.05 metra háa framherja.
Slóvenía er með Kanada og Suður-Kóreu í riðli en tvö lið komast áfram í milliriðil. Þar gæti Slóvenía mætt tveimur af þessum þremur liðum: Króatíu, Púertó Ríkó og Kamerún.
Mynd: euroleague.net



