14:26
{mosimage}
(Myndarlegur hópur að Ásvöllum)
Nýverið lauk stórum körfuboltabúðum á vegum landsliðskvennanna Helenu Sverrisdóttur og Maríu Ben Erlingsdóttur. Búðirnar fóru fram í Hafnarfirði þar sem 60 stelpur voru skráðar til leiks.
Stelpubúðirnar hófust föstudaginn 21.júní þegar 60 stelpur á aldrinum 10-15 ára mættu eldhressar á Ásvelli í Hafnarfirði. Eftir fullt af körfubolta, kvöldmat og meiri körfubolta var farið yfir í Hvaleyrarskóla þar sem gistingin var. Eftir smá kvöldsnarl fóru stelpurnar í háttinn, og gerðu sig tilbúnar fyrir langan og erfiðan dag framundan.
Á laugardaginn voru stelpurnar vaktar klukkan 8 og fengu sér morgunmat og síðan var haldið á Ásvelli þar sem við tóku þriggja tíma æfingar. Í heimsókn komu A-landsliðleikmenn kvenna, Kristrún Sigurjónsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Signý Hermannsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir og vakti það mikla lukku stelpnanna. Eftir hádegismat og hlé fengu stelpurnar að spila fullt, þar sem skipt var niður í lið, og allirfengu að spreyta sig. Eftir dag fullan af körfu, fengu stelpurnar smá snarl áður enlagt var stað í sund, pizzuveisla var um kvöldið og síðan var kvöldvaka, þar sem stelpurnar fengu að kynnast háskólaboltanum í USA og Kvennalandsliðunum með myndum og spjalli frá okkur og síðan var endað á bíómynd fyrir svefninn.
Á sunnudeginum voru allar vaktar kl.8.15 og gengu frá áður en lagt var á í íþróttahúsið, þar sem við tók tveggja tíma æfing, þar sem skipt var niður í aldur og spilað allan tímann. Á hádegi, kom síðan Ágúst Björgvinsson, A-landsliðsþjálfari í heimsókn, og spjallaði hann aðeins við stelpurnar um hversu mikið maður þarf að leggja á sig til að ná langt í körfubolta og lífinu. Hann endaði síðan spjallið á skemmtilegum spurningaleik þar sem flott verðlaun voru í boði. Búðirnar enduðu síðan á verðlaunaafhendingu og grillveislu.
Helgin heppnaðist mjög vel, og skemmtu sér allar konunglega. Það er mikið afefnilegum stelpum og þurfum við að hlúa vel að þeim, og þær að vera duglegar að æfasig.
Vonandi getum við gert þetta að árlegum viðburði, en okkur fannst þetta ekki síðurskemmtilegt en stelpunum, og alveg ótrúlega skemmtilegar og duglegur stelpuhópur hér á ferð!
Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir.
Myndir: Erlingur Bjarnason
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



