spot_img
HomeFréttirBitastæðir leikmenn með lausa samninga

Bitastæðir leikmenn með lausa samninga

d
Nú hefur verið opnað fyrir leikmannamarkað í NBA þar sem að liðum er heimilt að spjalla við leikmenn sem hafa lausa samninga. Nokkrir leikmenn á þeim lista eru nokkuð bitastæðir fyrir önnur lið og þar má meðal annars nefna menn eins og Baron Davis, Elton Brand og Gilbert Arenas. Það kom verulega á óvart að Baron Davis hafi ákveðið að yfirgefa samning sem færði honum tólfta hæsta launaumslag NBA deildarinnar. Sá síðastnefndi mun þó varla taka stórar ákvarðanir varðandi framtíð sína fyrr en seint í sumar þar sem hann er á leiðinni til Kína á Ólympíuleika með landsliði USA.

Fréttir
- Auglýsing -