spot_img
HomeFréttirWNBA: Lynx lögðu Sparks í Staples Center

WNBA: Lynx lögðu Sparks í Staples Center

12:00
{mosimage}


(Augustus fór fyrir Lynx í borg englanna)

 

Fjórir leikir fóru fram í WNBA deild kvenna í nótt. Topplið LA Sparks mátti sætta sig við stóran ósigur á heimavelli í Staples Center þegar Minnesota Lynx komu í heimsókn. Lokatölur leiksins voru 70-88 Lynx í vil.

 

Seimone Augustus gerði 29 stig í leiknum fyrir Lynx, stal 4 boltum, gaf 4 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Lisa Leslie var atkvæðamest í liði Sparks með 26 stig og 10 fráköst. Við ósigurinn í nótt missti Sparks toppsætið á Vesturströndinni upp í hendur San Antonio Silver Stars.

 

Önnur úrslit næturinn í WNBA:

 

Atlanta Dream 65-72 Houston Comets

San Antonio Silvers Star 68-67 Sacramento Monarchs

Seattle Storm 84-71 New York Liberty

 

[email protected]  

Mynd: sportsillustrated.cnn.com

Fréttir
- Auglýsing -