spot_img
HomeFréttirFlestir spá áframhaldandi veru í B-keppninni

Flestir spá áframhaldandi veru í B-keppninni

10:58
{mosimage}

 

(Jón Arnór Stefánsson í leik með íslenska karlalandsliðinu)

 

50,2 % aðspurða telja að Íslendingar verði áfram í B-keppni körfuboltalandsliða að lokinni næstu Evrópukeppni á meðal B-þjóða. Bæði karla- og kvennalandsliðið eru í B-keppninni og hefst riðlakeppni Evrópukeppninnar nú í ágústlok og septemberbyrjun.

 

15% töldu að staðan væri tvísýn en 14,2% töldu að karlaliðið næði að vinna sér sæti í A-deildinni en kvennaliðið ekki. Þá voru 11,5% sem sögðu að íslensku liðin ættu góða möguleika á því að komast upp í A-keppnina en 9,1% sagði að kvennaliðið myndi ná inn í A-keppnina en karlaliðið ekki.

 

Við höfum nú sett inn nýja könnun og spyrjum að þessu sinni í hvaða sæti fólk haldi að kvennalandsliðið muni hafna á Norðurlandamótinu í Danmörku í ágústbyrjun.

 

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -