8:42
{mosimage}
Heiðrún Kristmundsdóttir hefur gefið flestar stoðsendingar á mótinu
Íslenska stúlknalandsliðið, skipað stúlkum 16 ára og yngri mætir liði Möltu kl 18:15 að íslenskum tíma í dag í C deild Evrópukeppninnar sem fram fer í Mónakó. Leikurinn er í undanúrslitum en lið Mónakó sigraði Gíbraltar í gær 54-33 og tryggði sér þar með réttinn til að leika í undanúrslitum. Íslensku stúlkurnar fóru auðveldari leiðina og unnu báða leiki sína í riðlakeppninni.
Út frá tölum úr leik Möltu og Gíbraltar má sjá að ekki var leikinn heimsklassakörfubolti þar, Malta vann annan leikhluta 14-1 og þann síðasta 6-2.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Skotland og Albanía en Skotland vann sinn riðil líkt og Ísland.
Fyrir undanúrslitin er Heiðrún Kristmundsdóttir efst á blaði í keppninni í stoðsendingum með 4,5 í leik en næst á eftir henni er Rannveig Ólafsdóttir með 3,5. Bergdís Ragnarsdóttir er fjórða á lista yfir fráköst með 10,5 en sú efsta er frá Albaníu og er með 12 í leik. Þá er Guðbjörg Sverrisdóttir næst stigahæst með 22 stig en Erin McGarrachan frá Skotlandi er með 27 stig í leik.
[email protected]
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson



