spot_img
HomeFréttirPatrick Oliver þjálfar og spilar með Fjölni

Patrick Oliver þjálfar og spilar með Fjölni

16:25

{mosimage}
(Patrick Oliver lék með Fjölni um tíma 2006-07)

Fjölnir í Grafarvogi hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir mfl. kvenna en það er Bandaríkjamaðurinn Patrick Oliver. Ásamt því að þjálfa kvennaliðið mun hann leika með karlaliðinu í 1. deild. Frá þessu er greint á heimasíðu Fjölnis.

Patrick Oliver er ekki að koma til Fjölnis í fyrsta skipti en hann lék með liðinu um tíma tímabilið 2006-07 en þá lék hann fimm leiki og skoraði í þeim 15.2 stig.

Mun Oliver leika með liði Fjölnis í 1. deild karla en liðið féll úr Iceland Express-deild karla á síðasta tímabili.

Fjölnir mun leika annað árið í röð í Iceland Express-deild kvenna en á síðasta tímabili stjórnaði Nemanja Sovic liðinu í fyrstu leikjunum en þegar hann yfirgaf liðið og fór til Breiðabliks tók Gréta Grétarsdóttir við liðinu og stjórnaði því út tímabilið.

[email protected]

Mynd: www.fjolnir.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -