spot_img
HomeFréttirGóðir hlutir gerast hægt

Góðir hlutir gerast hægt

20:00

{mosimage}

Philadelphia hefur verið undanfarnar vikur að ræða við einn sterkasta leikmann sinn um nýjan samning. Hingað til hefur Andre Iguodala ekki skrifað undir samning en samingurinn hans rann út í sumar.

Iguodala má skrifa undir samning við annað lið en þá hefur Philadelphia rétt á að jafna það tilboð og verður hann þá að taka tilboði Philadelphia.

,,Hlutirnir gerast ekki yfir nóttu,” sagði Ed Stefanski framkvæmdastjóri Philadelphia um viðræður sínar við Iguodala og fulltrúa hans. Viðræður hafa staðið yfir í töluverðan tíma.

Lið Philadelphia hefur nú þegar styrkt sig mikið með tilkomu Elton Brand en liðið stóð sig afar vel í úrsitakeppninni í einvígi sínu við Detroit.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -