14:12
{mosimage}
Þór Akureyri er eins og fleiri að styrkja sig fyrir átök vetrarins og hafa samið við serbneska miðherjann Milorad Damjanca.
Damjanca þessi er mikið tröll og er ætlað að leysa hlutverk Robert Reed sem lék með liðinu síðasta vetur. Hrafn Kristjánsson sagði að hann ætti von á að Damjanca væri svipaður varnamaður og Reed en myndi nýtast betur í sókninni og gæti jafnvel spilað hraðar en Reed.
Damjanca hefur leikið undanfarið með Southern Nazarene í NAIA I deildinni í Bandaríkjunum þar sem liðið varð í öðru sæti í Sooner Athletic Conference.



